Hér að neðan fer listi yfir feðga/mæðgur, feðgin og mæðgin sem orðið hafa Íslandsmeistarar í efstu deild í körfubolta á Íslandi. Listinn er ekki tæmandi og við tökum fram að þetta er listi sem Karfan.is í samstarfi við marga góða aðila hefur verið að setja saman. Eflaust gæti eitthvað vantað á listann og óskum við eftir því að fólk sendi okkur allar ábendingar á [email protected] til þess að fullkomna megi listann eða sem næst því.
Feðgar sem hafa orðið Íslandsmeistarar í körfuknattleik
Guðmundur Bragason/ Jón Axel Guðmundsson
Sturla Örlygsson – Örlygur Aron Sturluson (látinn)
Ingi Gunnarsson (látinn) – Ástþór Ingason
Gunnar Þorvarðarson – Logi Gunnarsson og Ægir Gunnarsson
Kolbeinn Pálsson – Páll Kolbeinsson
Sigurður Hjörleifsson – Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson
Gunnar Gunnarsson – Hörður Gauti Gunnarsson
Guðni Guðnason – Guðni Guðnason
Jónas Jóhannesson – Egill Jónasson
Björn M. Björgvinsson – Brynjar Þór Björnsson
Mæðgur sem hafa orðið Íslandsmeistarar i körfuknattleik
Margrét Sturlaugsdóttir – Lovísa Falsdóttir
Kolbrún Leifsdóttir – Alda Leif Jónsdóttir
Marta Guðmundsdóttir (látin) – Andrea Björt Ólafsdóttir
Feðgin/mæðgin sem orðið hafa Íslandsmeistarar í körfuknattleik
Falur Harðarson – Lovísa Falsdóttir
Hálfdan Markússon – Hanna Sesselja Hálfdanardóttir, Bára Fanney Hálfdanardóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir
Sturla Örlygsson – Margrét Kara Sturludóttir
Reynir Kristjánsson – Kristín Fjóla Reynisdóttir
Sigurður Hjörleifsson – Kristín Arna Sigurðardóttir
Jón Sigurðsson – Kristín Björk Jónsdóttir
Mynd/ Feðgarnir Guðmundur Bragason og Jón Axel Guðmundsson eru nýjustu menn á listanum.