spot_img
HomeFréttirFarmar semur við Maccabi Tel Aviv

Farmar semur við Maccabi Tel Aviv

 
Jordan Farmar leikmaður New Jersey Nets er sá nýjasti í röðinni til þess að semja við lið frá Evrópu og reyna sig utan NBA deildarinnar en bakvörðurinn hefur komist að samkomulagi við ísraelsku meistarana Maccabi Tel Aviv.
Rétt eins og með aðra leikmenn hjá NBA mun Farmar leika með Maccabi á meðan verkfallið varir í NBA. Þegar því lýkur þarf hann að snúa aftur til Nets. Farmar varð tvívegis NBA meistari með LA Lakers áður en hann samdi við New Jersey Nets.
 
Þá hafa tveir aðrir leikmenn frá Nets náð samningum í Evrópu, Deron Williams hjá Besiktas og Sasha Vujacic hjá Anadolu Efes.
 
Fréttir
- Auglýsing -