spot_img
HomeFréttirFarkostur Dallas Mavericks

Farkostur Dallas Mavericks

757 MavsLiðsmenn Dallas Mavericks þurfa ekki að standa í röð á flugvöllum til að tékka sig inn fyrir flug. Í raun og veru þurfa þeir ekki gera neitt annað en að mæta um borð. Ástæðan er sú að liðið hefur á leigu eitt stykki Boeing 757 þotu. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta samskonar þota og megnið af flota Icelandair er byggður á.

Hinsvegar er þessi þota innréttuð "örlítið" öðruvísi en flugvélar Icelandair. Í þessari vél er ekkert "venjulegt"(Coach) farrými eins og við flest þekkjum. Hinsvegar er First Class farrými líkt og hjá Flugleiðum en það er "lægsti" kostur sem hægt er að komast á því einnig eru í vélinni Premium First Class og svo Ultra First Class.

5 stjörnu kokkur er um borð og því geta leikmenn ekki kvartað yfir "flugvéla matnum". DVD spilari fylgir öllum sætum sem og sími og svo er einnig faxtæki um borð. Lítill fundarsalur er í vélinni þannig að þjálfarateymið getið farið yfir sín mál meðan á flugi stendur.

Eins og flestir vita þá er það Mark Cuban sem er eigandi félagsins og velur hann sínu starfsfólki aðeins það besta. Þetta hefur gert það að verkum að auðveldara hefur verið að fá leikmenn til liðsins, því hver myndi ekki vilja starfa við svona aðstæður.

 First Class
 First Class

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Premium
 Premium First Class

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Premium
Ultra First Class
Fréttir
- Auglýsing -