spot_img
HomeFréttirFarinn frá Haukum

Farinn frá Haukum

Osku Heinonen hefur yfirgefið lið Hauka í Subway deild karla og mun því ekki leika með þeim í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Tilkynnir liðið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Osku mun hafa samið við Chiusi sem spilar í Seria A2 á Ítalíu. Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Hauka þar sem hann hefur verið einn af lykilleikmönnum þeirra það sem af er tímabili. Brotthvarf hans á þó ekki eftir að skipta máli fyrir lokastöðu liðsins í deildinni, þar sem þeir sitja í 10. sætinu, án nokkurra möguleika á að færast upp eða niður töfluna.

Fréttir
- Auglýsing -