9:47
{mosimage}
Ársþingi KKÍ, þess 47., lauk í gær á Flúðum. Síðasta mál á dagskrá var að kjósa 3 menn í stjórn, Snorri Örn Arnaldsson hlaut endurkjör en ný í stjórn eru Þóra Melsteð og Guðjón Guðmundsson. Í varastjórn eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson og Guðjón Þorsteinsson.
Eins og áður hefur komið fram varð 14 milljón króna halli á rekstri sambandsins á síðasta ári og hefur því verið nauðsynlegt að draga eilítið saman seglin og því verða ekki send lið til keppni í Evrópumótum yngri landsliða og er það miður. Alls lágu 27 tillögur fyrir þinginu til afgreiðslu og verður farið hér yfir þær lið fyrir lið. Þingskjal 1: Verið að skýra reglur um minnibolta, að hver leikmaður má aðeins leika þrjár lotur hið mesta. Samþykkt. Þingskjal 2: Verið að breyta lögum KKÍ, færa þau til nútímans og fella út að tilkynna þurfi ÍSÍ um áætlanir um erlend samskipti. Samþykkt. Þingskjal 3: Þar er lagt til að ársþing KKÍ sé haldið annaðhvert ár og allir sex stjórnarmennirnir séu kosnir í einu. Lögð fram breyting á þessari tillögu sem er á þá leið að skipuð er allsherjarnefnd og ef 2/3 hennar krefjast aukaþings skal það fara fram. Þannig var tillagan samþykkt. Þingskjal 4: Þar er lagt til að stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ fái meiri völd til að skera úr um vafaatriði sem upp koma og lög og reglugerðir KKÍ ná ekki yfir. Þá er þeim gefið vald til að kæra brot á lögum, reglugerðum og leikreglum til aganefndar og dómstóls KKÍ. Samþykkt. Þingskjal 5: Hér er verið að færa reglugerð til nútímans, úrskurðir aganefndar skulu sendir með tölvupósti en ekki skeyti/símbréfi. Hér er reyndar önnur breyting einnig, leikbönn skulu taka gildi frá hádegi á fimmtudag en áður var það föstudag. Samþykkt. Þingskjal 6: Varðar skotklukku í yngri flokkum og að skerpa reglur í kringum það. Samþykkt. Þingskjal 7: Hér er gefa mótanefnd vald til að ákveða hvernig mótahaldi verður háttað ef ekki er hægt að fylgja reglugerðum. Samþykkt. Þingskjal 8: Verið að fella út gamalt bráðabirgðarákvæði síðan 2001. Samþykkt. Þingskjal 9: Þar er verið leggja til nýja reglugerð um landsliðsnefnd og færa hana til nútímans. Samþykkt. Þingskjal 10: Verið að aðlaga lög KKÍ að öðrum tillögum um hvaða nefndir stjórn KKÍ skal skipa. Samþykkt.
Þessi yfirferð karfan.is heldur áfram seinna.
Mynd: Jón Björn Ólafsson