spot_img
HomeFréttirFarið að kitla í fingurna

Farið að kitla í fingurna

15:17

{mosimage}

 

(María ásamt vinkonu sinni Danielle í UTPA liðinu) 

 

Maria Ben Erlingsdóttir í ítarlegu viðtali hjá Víkurfréttum

 

Í Texas skammt frá landamærum Mexíkó púlar María Ben og stritar og á í harðri samkeppni um sæti í körfuboltaliðinu UTPA. Hún er einn besti miðherji Íslands í körfubolta og að loknu námi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja lá leiðin til Ameríku. María Ben Erlingsdóttir stundar nám við University of Texas Pan America í bænum Edinburg en skólinn telur um 20 þúsund nemendur svo viðbrigðin frá FS eru töluverð. María var einn sterkasti leikmaður Keflavíkur síðustu leiktímabil en hún hefur fulla trú á vinkonum sínum á Fróni og segir að þær muni vinna alla titla sem í boði verða þetta árið. Víkurfréttir náðu tali af Maríu sem berst við skólaskruddurnar ásamt því að æfa þrisvar á dag.

 

„Þetta er mjög fínn bær. Ekkert of stór eða of lítill. Um 80% af fólkinu hérna eru mexíkanar. Ég er að læra fjármálaverkfræði og er mjög spennt fyrir því námi. Það eru mikil viðbrigði að lesa aðeins enskar bækur og kennarinn talar aðeins ensku,“ sagði María og kvaðst verða að fylgjast vel með í öllum tímum svo ekkert fari framhjá henni.

 

Hægt er að lesa viðtalið við Maríu í fullri lengd hjá Víkurfréttum á www.vf.is eða með því að smella hér.

Fréttir
- Auglýsing -