spot_img
HomeFréttirFara ný nöfn á bikarmeistaratitilinn?

Fara ný nöfn á bikarmeistaratitilinn?

18:15
{mosimage}

(Formaðurinn og bikarinn) 

Snæfell, Skallagrímur, Fjölnir og Njarðvík leika til undanúrslita í Lýsingarbikar karla í ár og á morgun verður dregið um hvaða lið muni leika til undanúrslita. Athygli vekur að nýtt nafn gæti verið skráð í sögubækurnar þetta árið á bikartitlana þar sem alls fimm lið í karla- og kvennaflokki sem leika til úrslita hafa ekki áður orðið bikarmeistarar.  

Í kvennaflokki leika Keflavík, Haukar, Grindavík og Fjölnir til undanúrslita en aðeins Haukar og Keflavík hafa orðið bikarmeistarar af þessum fjórum liðum svo töluverðar líkur eru á því að ný nöfn komi á bikartitlana í karla- og kvennaflokki þetta árið. 

Njarðvíkingar eru eina liðið í bikarúrslitum í karlaflokki sem þekkja það að verða bikarmeistari en alls hefur liðið 8 sinnum orðið bikarmeistari. Árin 1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002 og 2005. Takist Njarðvíkingum að vinna bikarinn í ár jafna þeir bikartitlafjölda KR en KR hefur unnið bikarinn oftast eða 9 sinnum. 

Í kvennaflokki eru Keflvíkingar sigursælastir með 11 bikartitla árin 1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000 og 2004. Keflavík lá gegn Haukum í Laugardalshöll í bikarúrslitum í fyrra 77-78 í mögnuðum körfuboltaleik. 

Það verður því forvitnilegt að sjá á morgun hvaða lið munu dragast saman og hvaða lið muni á endanum mætast í Laugardalshöllinni í bikarúrslitum í febrúar.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -