spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karla"Fannst við vera ofboðslega litlir í okkur"

“Fannst við vera ofboðslega litlir í okkur”

Tindastóll tók á móti Njarðvík í fjórða leik undanúrslitaeinvígis liðanna, Njarðvík hafði maldað í móinn í síðasta leik og staðan því 2-1 fyrir leikinn. Til að gera langa sögu stutta var sigur Tindstóls aldrei nokkurn tímann í hættu í kvöld. Liðið setti tóninn strax í upphafssóknunum og gáfu aldrei eftir. Niðurstaðan sú að Tindastóll kjöldróg Njarðvík í leik kvöldsins 116-76.

Tindastóll er þar með komið í úrslit Subway deildar karla með sigrinum. Þar mætir liðið annað hvort Þór Þ eða Val.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Síkinu.

Viðtal / Sigurður Pálsson

Fréttir
- Auglýsing -