Keflavík og Njarðvík buðu upp á enn einn spennuslaginn líkt og þau hafa verið þekkt fyrir síðustu fjóra áratugi.
Að þessu sinni voru það Keflvíkingar sem mörðu sigur á Sunnubrautinni í spennuslag. Lokatölur 93-83 þar sem Mikla fór á kostum í Njarðvíkurliðinu en Moller var að sama skapi frábær Keflavíkurmegin.
Karfan spjallaði við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara Njarðvíkur eftir leik í Blue höllinni.



