spot_img
HomeFréttirFanney Lind til liðs við Breiðablik

Fanney Lind til liðs við Breiðablik

Fanney Lind Thomas hefur samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Fanney er 29 ára gamall framherji/miðherji sem síðast lék heilt tímabil með Skallagrím í Dominos deildinni 2016-17. Þar skilaði hún 8 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í 24 leikjum. Tímabilið eftir þurfti hún að draga sig í hlé vegna höfuðhöggs sem hún varð fyrir snemma á tímabilinu.

Ljóst er að um mikla reynslu er að ræða fyrir leikmannahóp Breiðabliks, en ásamt Skallagrím hefur Fanney leikið með Þór Akureyri, Tindastól, Fjölni, Val og uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði.

Fanney kveðst spennt fyrir því að byrja aftur. Segir hún enn frekar að henni lítist vel á þetta og að þetta verði bara gaman.

Fréttir
- Auglýsing -