spot_img
HomeFréttirFannar: Þetta var ógeðslega sætt

Fannar: Þetta var ógeðslega sætt

06:00 

{mosimage}

 

(Fannar var kátur í leikslok í gærkvöldi) 

 

Allir í Laugardalshöll vissu að Logi Gunnarsson yrði að brenna af seinna vítinu sínu gegn Georgíumönnum og allra augu beindust að þeim sem myndu berjast um frákastið. Logi brenndi af skotinu og manna hæst í teignum stökk Fannar Ólafsson og náði frákastinu og kveikti vonarneista. Restina þekkja allir en Fannar var viss í sinni sök hvað myndi gerast ef Jakob hefði brennt af sigurkörfunni.

 

,,Að Kobbi skuli setja niður þrist til að vinna Georgíumenn var ógeðslega sætt og þetta var örugglega eitt af mínum mikilvægustu og eftirminnilegustu fráköstum,” sagði Fannar í sigurvíumu í leikslok.

 

,,Við áttum boltann sem dæmdur var Georgíu í vil þegar 13 sekúndur voru eftir svo það var enn sætara að vinna þetta. Þegar Kobbi skaut loka skotinu öskraði ég á hann, settu draslið ofan í. Ef hann hefði klikkað á skotinu þá hefði ég bara tippað boltanum ofan í körfuna,” sagði Fannar og var alveg með þetta á hreinu í leikslok.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -