spot_img
HomeFréttirFannar : þetta var miklu skemmtilegra

Fannar : þetta var miklu skemmtilegra

 Fannar Freyr Helgason átti stóran þátt í stórkostlegum sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld þar sem úrslitin voru í raun ráðin strax eftir þrjá leikhluta.  Fannar skoraði 9 stig og hirti 10 fráköst á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í kvöld.  
 ”Þetta var frábært, frábær liðssigur hjá okkur í kvöld.  Vorum miklu aggressívari heldur en í síðasta leik.Vörnin hjá okkur var allt önnur, þetta var bara miklu skemmtilegra”

Væri ekki hægt að segja að þetta hafi verið fullkominn leikur hjá Stjörnunni ? 

“Ekki langt frá því allavega, náttúrulega eitthvað af mistökum eins og alltaf er en þetta var eins nálægt því og maður kemst í rauninni.  Við getum alltaf spilað svona, við unnum þetta bara í vörninni og sóknin kom í kjölfarið á því.  Við vorum að ná öllum fráköstum og þvinga þá í turnover öfugt við síðasta leik þar sem þeir voru að láta okkur missa boltan.  Við getum alveg spilað svona, spilað massíva vörn þegar allir spila 110%.”

Er hægt að endurtaka svona leik? 

“Við ætlum að gera það, hvort við höldum þeim í 56 stigum eða hvað við gerum.  Við ætlum allavega að halda þeim í færri stigum en við skorum og vinna næsta leik”. 

 

Getur verið að menn fari að vanmeta andstæðinginn eftir svona stóran sigur? 

“Alls ekki, þetta verður aldrei auðvelt.  Þeir unnu okkur með 20 stigum í síðasta leik og það hlítur að vera ágætis áminning um hversu góðir þeir eru og hversu lélegir við getum verið”.  

 

[email protected]

 

Mynd: Heiða

Fréttir
- Auglýsing -