spot_img
HomeFréttirFannar: Þarf einhvern sem getur sagt mér að halda kjafti

Fannar: Þarf einhvern sem getur sagt mér að halda kjafti

Fannar Ólafsson og félagar hans í KR-liðinu vita enn ekki hver verður þjálfari liðsins í Iceland Express-deild karla í körfubolta á komandi tímabili. „Ég var að tala við Bödda formann í gær og hann fullvissaði mig um það að þetta yrði klárað fyrir helgi. Ef það gerist ekki þá er þetta orðið svolítið seint, því undirbúningstímabilið þarf að fara að hefjast," segir Fannar en hann segist aldrei hafa verið í þessari stöðu áður á ferlinum. Þetta kemur fram á www.visir.is
Fréttina á Vísi má lesa hér í heild sinni en þar segir Fannar m.a. þetta:
 
„Við ætlum að vinna þrefalt og erum tilbúnir að gefa það strax út. Við ætlum að vinna deild, bikar og Íslandsmótið. Við ætlum ekki að vera í neinum feluleik með það."
 
Fréttir
- Auglýsing -