spot_img
HomeFréttirFannar Ólafsson: ,,Við erum að ,,clicka? á réttum tíma núna?

Fannar Ólafsson: ,,Við erum að ,,clicka? á réttum tíma núna?

12:00

{mosimage}

KR vann stórsigur á liði Skallagríms í gærkvöldi í Iceland Express-deild karla 103-75. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var með 6 stig og 4 fráköst fyrir sína menn sem enduðu í 2. sæti í deildinni.

Er svona stórsigur ekki gott fyrir sjálfstraustið rétt fyrir úrslitakeppnina?
,,
Mjög gott en við reyndar töpuðum síðasta leik í fyrra og það gekk ágætlega. Ég held að við séum bara að “clicka” á réttum tíma núna.  Það er loksins að við spilum hörku vörn og það er ofboðslega gaman að sjá það núna, sérstaklega fyrir mjög erfiða leiki sem eru að koma núna á móti ÍR-ingum þannig að þetta er á hárréttum tíma sem við erum að toppa.”

Gott að fá JJ Sola svona Sterkan inn aftur?
,,
Já mjög, þetta er allt öðruvísi vörn þegar við erum að starta tveir saman og það kom honum eginlega af stað.  Hann fær boltan meira þegar Joshua startar á bekknum og það hjálpar honum heilmikið.  Hann er náttúruleaga frábær leikmaður og við vitum það að það er gott að koma honum í gang snemma.”

Hvernig lýst þér á ÍR í úrslitakeppninni?
,,Þetta verða hörkuleikir, þeir unnu okkur í fyrsta leiknum í fyrra og við ætlum að reyna að komast hjá því að tapa einum leik og fara erfiðu leiðina i gegnum þetta.  Það væri best að vinna þetta 2-0 en við vitum að heimavöllurinn er svakalega sterkur hjá þeim og Nate Brown er að spila vel þannig að við þurfum að leggja allt í þetta til að klára þá. Þeir hafa verið spútnik liðið eftir áramót.”

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -