spot_img
HomeFréttirFannar Ólafsson íþróttamaður KR

Fannar Ólafsson íþróttamaður KR

19:10

{mosimage}

Fannar Ólafsson tekur við bikarnum sem fylgir nafnbótinni Íþróttamaður KR úr höndum Guðjóns Guðmundssonar formanns KR.

Á aðalfundi KR sem haldinn var í gærkvöldi var Fannar Ólafsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, valinn íþróttamaður ársins hjá KR. Nafnbótin er æðsti heiður sem íþróttamaður innan KR er sýndur og Fannar svo sannarlega vel að þessu kominn, en fjölmargir afburðaríþróttamenn voru tilnefndir og því valið erfitt.

Fannar hefur leikið með KR undanfarin tvö ár og var fyrir tímabilið gerður að fyrirliða liðsins. Baráttuandi og sigurvilji Fannars átti ekki síst þátt í að KR-ingar lönduðu Íslandsmeistaratitlinu. Nafnbótin er ekki síður ánægjuleg fyrir Fannar og körfuknattleiksdeildina í ljósi þess að í ár sem svo oft áður komu margir íþróttamenn til greina sem allir hafa náð góðum árangri í sinni íþrótta, má þar telja Pétur Eyþórsson Glímukóng, Ragnheiði Ragnarsdóttir sunddrottningu og Björgólf Takefusa knattspyrnukappa.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.kr.is/karfa

 

Fréttir
- Auglýsing -