spot_img
HomeFréttirFannar Ólafsson 1 á 1

Fannar Ólafsson 1 á 1

Mynd: kr.is/karfaFullt nafn: Fannar Ólafsson
Aldur: 28

Félag: KR
Hjúskaparstaða: Trúlofaður 
Happatala: 12

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Fyrstu sporin voru tekin í hlöðunni á Torfastöðum þar sem við höfðum komið okkur upp einni bestu inniaðstöðu sem fannst þá á Íslandi. Fyrstu sporin á æfingu  undir stjórn Hjartar Vigfússonar voru í Aratungu í 60 fm sal sem var með lofthæð uppá 4 metra þannig að skotin urðu að vera verulega flöt svo hægt væri að koma boltanum ofaní.  Skemmtilegar minningar rifjast upp þegar ég fer að hugsa um þetta

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
 Teitur og Falur voru þessir helstu.  Falur útaf því að ég spilaði með kauða og hann á stóran þátt í því að ég hef þennan metnað í dag. Frábær náungi með svakalegt keppnisskap.   Teitur útaf því að ég var svo heppinn að kynnast honum sem leikmanni og persónu.  Snillingur sem kunni ekki að tapa.  Gauja Skúla verður lika að nefna því hann er með besta skot sem ég hef nokkurntíman séð.  Vann oft stóra leiki fyrir okkur

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Jón Arnór og Anna María.  Pétur Guðmunds er einnig með gott record

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Derrick Allen var sá duglegasti. Nick Bradford sá skemmtilegasti en ég held að Damon hafi vinninginn á  þá alla.  Brenton var svakalega góður sem útlendingur en ég held að hann hafi batnað þegar hann varð íslendingur.  Hann er sá aðili sem ég vildi helst sjá í KR

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Brynjar Þór, Brilli, Binni eða hvað þú vilt kalla hann,  er langefnilegastur

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Hjörtur Þór Vigfússon  þegar ég spilaði með UMF Bisk.  Bjarni Gaukur sem þjálfaði Laugdæla þegar ég var á Laugarvatni á kannski mesta heiðurinn af því að hafa komið því inn í hausinn á mér að landsliðsæti væri eitthvað sem ég ætti að stefna að.

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? 
Siggi Ingimundar.  Benni stendur honum næst.

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Chris Mullinn.  Í dag er það Carmello

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Jordan ekki spurning

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei því miður á ég það eftir, það er á to do list fyrir næsta ár.

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Þegar við unnum Snæfell í Kef 2004 í fjórða leik og urðum Íslandsmeistarar. Frábærlega samhent lið sem vann þann titil.

Sárasti ósigurinn?
Njarðvík í bikarúrslitum í höllinni að ég held 1999. Vorum 7 eða 9 stigum yfir þegar 30 sek voru eftir af venjulegum leiktíma en töpuðum leiknum svo í framlengingu.  Ég sé Hemma Hauks ennþá fyrir mér þegar hann tók 3 skref og setti þrist til að jafna leikinn.  Hemmi þetta var skref!

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Ég hef gaman af fótbolta og ég tryllist yfir handboltalandsliðinu eins og aðrir

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Umf Bisk, Laugdælum, Keflavík,  ASE Dukas Grikklandi, Ulm Þýskalandi og KR

Uppáhalds:
kvikmynd:  Resovoir Dogs var góð
leikari:  Bruce Willis
leikkona: Helga Braga
bók: Ég var að klára Flugdrekahlauparann sem var þrælgóð.  Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness góð.
matur:  Lambakjöt
matsölustaður:  Hótel Holt
lag: Eitthvað með Guns and Roses
hljómsveit: Guns and Roses
staður á Íslandi: Torfastaðirnir eru alltaf heillandi, svo er Kjölur með fullt af stöðum sem hægt er að gleyma sér á
staður erlendis:  Aþena er líklega sá staður sem er minnistæðastur
lið í NBA: Golden State Warriors
lið í enska boltanum: Hið eina og sanna Arsenal
hátíðardagur: Afmæli Margrétar
alþingismaður:

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Reyni að leggja mig mig 3 tímum fyrir leik.  Borða alltaf 4 tímum fyrir leik. Drekk mikinn vökva. 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Þessir leikir eru eins og svart og hvítt en það er auðveldara að læra af sigurleikjum.
Furðulegasti liðsfélaginn?
Tómas Hermanns er all time first team mvp. Í vetur var það Peter Heizer
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Simmi
Erfiðasti andstæðingurinn?
Frikki Stef og svo er Byrd seigur
Þín ráð til ungra leikmanna?

Passa sig á því að æfa grunnatriðin vel þegar þið eruð ungir því þau atriði nýtast ykkur best þegar líður á ferilinn.
Fréttir
- Auglýsing -