spot_img
HomeFréttirFannar og Pálmi framlengdu við KR til þriggja ára

Fannar og Pálmi framlengdu við KR til þriggja ára

18:30

{mosimage}

(Fannar Ólafsson)

Körfuknattleiksdeild KR hefur framlengt samninga við Fannar Ólafsson, fyrirliða meistaraflokks karla og Pálma Frey Sigurgeirsson. Báðir samningarnir eru til þriggja ára. Böðvar Guðjónsson segir þetta lykil í því að halda þeim kjarna sem vann titilinn nú í vor.  

Stjórnarmenn kkd. KR hafa undanfarnar vikur farið yfir málin með íslensku leikmönnunum auk þess að ganga frá málum við Jovan Zdradevski eins og greint var frá í gær. Búið er að ganga frá málum við Fannar og Pálma og er frekar frétta að vænta af leikmönnum liðsins á næstu dögum og vikum.

 

www.kr.is/karfa tók púlsinn á Böðvari formanni, eftir undirskriftina í dag. ,,Íslensku leikmennirnir eru hjartað og sálin í liðinu og gefa allt sem þeir eiga til að standa sig fyrir KR. Það er okkur mikið gleðiefni að allir flestir leikmenn eru tilbúnir að taka slaginn með okkur næstu árin. Þó er óvíst með Darra Hilmarsson en svo gæti farið að hann haldi út í nám en það hefur ekki verið staðfest enn. Steinar Kaldal hefur ekki gert upp hug sinn hvort að hann leggi skóna á hilluna en þess má geta að hann tók þá fram að nýju eftir áramót á síðasta tímabili. Spurning hvort að hann sé hættur við að hætta við hætta. Baldur Ólafsson mun fara í speglun í sumar en taka svo ákvörðun í framhaldinu,” sagði Böðvar.

 

{mosimage}

 

(Pálmi F. Sigurgeirsson)

 

 www.kr.is/karfa  

Fréttir
- Auglýsing -