14:15
{mosimage}
(Fannar í baráttunni gegn Pachulia í gær)
Fannar Ólafsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, braut endajaxl í leiknum gegn Georgíu í gær í Laugardalshöllinni. Fannar fór beint eftir leikinn til tannlæknis en jaxlinn brotnaði þegar hann fékk högg frá Zaza Pachulia, miðherja Georgíu.
,,Þetta var hörkuhögg sem ég fékk á kjálkann og tönnin brotnaði. Ég á ekki von á öðru en að ég verði klár í slaginn fyrir leikinn á laugardaginn gegn Lúxemborg. Jaxlinn verður límdur saman í kvöld (í gær) og ég hef því ekki mikinn tíma til þess að hugsa um framhaldið. Það er leikur á laugardag og miðvikudag – sem ég ætla ekki að missa af,” sagði Fannar en hann skoraði 6 stig og tók 4 fráköst í leiknum gegn Georgíumönnum í gær.
Frétt af www.mbl.is
Mynd: [email protected]



