spot_img
HomeFréttirFámennir Íslandsmeistarar sóttu tvö stig í Hveragerði

Fámennir Íslandsmeistarar sóttu tvö stig í Hveragerði

Íslandsmeistarar Tindastóls lögðu bornlið Hamars í Hveragerði í kvöld í 11. umferð Subway deildar karla, 81-106. Eftir leikinn er Tindastóll með sjö sigra á meðan að Hamar er með aðeins einn eftir fyrstu ellefu umferðirnar.

Hamar:            18-18-30-15   81

Tindastóll:       18-25-35-28  106

Fyrir leik

Hamar sýndi í síðasta leik á móti Þór að þeir geta spilað Subway Körfubolta en þeir misstu Jalen Moore hvert það er spurning . Annars eru allir heilir. Hjá Tindastól hafa menn verið að koma til baka úr meiðslum og eru 9 leikmenn á skýrslu hjá þeim í kvöld.  Sigtryggur Arnar í herklæðum í kvöld en Callum í borgaralegum klæðum ásamt J. Dalton sem bað sitt gamla félag afsökunar eftir að hafa verið leiddur áfram í blindni í félagsskiptum sínum til Tindastóls en Jólin eru einmitt tími fyrigefningar.

Byrjunarlið

Hamar: Demba. Kamgain, Björn Á, Ragnar, Danero.

Tindastóll: Pétur, Þórir, Geks, Drungilas, Ragnar Á.

Fyrri hálfleikur

Hamarsmenn byrja af krafti og komast í 9-0 run þegar Pavel tekur leikhlé. Hamarsmenn eru að spila mjög vel með Ragnar standandi meira inní teignum þar sem við viljum sjá hann. Tindastólsmenn koma vel til baka en ekki auðveldlega samt og staðan eftir fyrsta leikhluta er Hamar 18 – 18 Tindastóll. Ef fámennir Hamarsmenn halda þetta út verður þetta höskuleikur.

Annar leikhluti er jafn, Hamarsmenn loka teignum og Tindastólsmenn finna þá lausa menn úti sem eru að setja skotin á móti er Hamar að skora sín stig meira í teignum. Stólar eru með meiri gæði og þó þeir séu með 9 á skýrslu þá eru það 9 íslandsmeistarar og þar liggur munurinn. En Hamarsmenn láta þá hafa vel fyrir þessu og eru að spila vel og sérstaklega BJörn Ásgeir sem stýrir spilinu núna hjá Hamar.

Fyrri hálfleikur endar Hamar 36 – 43 Tindastóll.

Tölfræði fyrri hálfleiks

Hamar: Fg 38% – Frk 20 . F.Kampaain 16 stig. 2 fráköst. Björn 10 stig 3 stoð

Tindastóll: Fg 39% – Frk 24. D.Geks 15 stig. Þórir 13 stig 6 fráköst 7 stoðsendingar.

Seinni hálfleikur

Hamarsmenn halda áfram að gefa þeim hörku leik nema að skotin eru að detta fyrir utan hjá Stólum sem eru með margar skyttur og eina sem heitir Davis Geks sem er á eldi hér í þriðja leikhluta. Hamarsmenn eru að gefa þeim hörku leik þó þeir séu undir þá er þetta mesti stöðuleiki milli leikhluta hjá þeim í vetur. Leikhlutinn endar Hamar 66-78 Tindastóll. Skotnýting beggja liða hækkaði um 10% frá fyrri hálfleik sem útskýrir þetta stigaskor 30- 35 í þriðja.

Tindastólsmenn koma nær Hamarsmönnum í vörninni og koma þessu fljótlega í 23 stiga mun í byrjun fjórða þegar Hamar tekur leikhlé. Það er fyrst í fjórða leikhluta þar sem sést hversu mikill munur er á þessum liðum og sigla Tindastólsmenn þessu heim og nota síðustu mínútur leiksins til að setja Arnar Björnsson inná við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tindastóls.

Leikurinn endar Hamar 81-106 Tindastóll

Tölfræði

Hamar: fg 42% frk 41 F. Kamqain 24 stig Björn 22 stig.8 stoðsendingar

Tindastóll: fg 46% frk 46 Þórir 28 stig 8 fráköst. 9 stoðsendingar.

Kjarninn

Hamarsmenn eru fámennir en meiga ekki missa trúna því nú sýndu þeir mikil batamerki og vantar þeim örlítið uppá til að ná að halda út heilan leik eins og þeir spiluðu hér í kvöld. Hamar fékk fínt framlag af bekknum þar stóð uppúr ungur leikmaður sem var með 11 stig Egill Friðriksson. Maður leiksins hjá Hamri samt Björn Ásgeir sem spilaði vel.

Hjá Tindastól eru menn að fá menn til baka úr meiðslum og verða gríðarsterkir eftir áramót. Geks var á eldi ásamt öllu liðinu en Drungilas er öllum liðum erfiður ásamt því að hafa bakvörð eins og Pétur Rúnar sem getur stillt menn af bara konfektmolar. Gleðiefni fyrir þá að endurheimta Arnar sem að sjálfsögðu setti  þrist á þeim stutta tíma sem hann var inná.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -