spot_img
HomeFréttirFalur: Vil ekki þá samlíkingu

Falur: Vil ekki þá samlíkingu

Haukar unnu sannfærandi sigur á Fjölni, 99-75 í fjóru umferð Dominos deildar karla í kvöld. Nánar má lesa um leikinn hér.

Falur Harðarson þjálfari Fjölnis er ekki þannig gerður að hann fari að væla undan örlögum sínum og óskar eftir meira framlagi frá fleirum í liðinu:

Ég gæti trúað því að þú sért ekkert sérstaklega óánægður með liðið þrátt fyrir tap eða hvað?

Jah, jú! Við komum bara alltof flatir út í seinni hálfleik. Það er ekki eins og að við höfðum ekki imprað á því, við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að koma sterkir út og gera þetta að leik. Við hleypum þeim upp í eitthvað 12-2 áhlaup, þeir settu 4 þrista á okkur í röð í upphafi seinni hálfleiks! Við vorum bara ekki nógu aggressívir. Því miður fór þetta svona.

Nú er Moses ekki með og Orri ekki heldur. Er eitthvað farið að styttast í þá?

Það er óljóst með Orra en það styttist í það með Victor Moses, ég var að vonast til þess að hann gæti verið með hérna í dag.

Mér fannst svolítið ljótt af ykkur að láta hann hita upp og svo fékk maður ekkert að sjá hann…

Já…en það er stutt í hann. Við mátum hlutina svo að það væri betra að geyma hann – svona í upphafi tímabils. En það breytir því ekki að þetta er liðið sem við erum með og við verðum að spila á þeim mönnum sem við höfum. Menn verða að stíga upp en ekki fara ofan í holu og fela sig. Það er bara því miður þannig að það voru ekki allir sem stigu upp – okkar vantar bara framlag frá fleiri leikmönnum. 

Nú er ég eins og fleiri svolítið spenntur fyrir þessu liði þínu!

Já takk fyrir það…

Minnir mig reyndar svolítið á það að ég var líka svolítið spenntur fyrir Blikaliðinu á síðasta tímabili…ég vona að það fari ekki eins..

Nei! Ég vil ekki þá samlíkingu! Með allri virðingu fyrir þeim þá held ég að ég sé með betra lið en þeir voru með. En  það er alveg sama hvað menn eru hrifnir af þessu liði og sjá hvað þeir geta gert í einhverja parta af leiknum sko..

…já, þið eruð bara með tvö stig enn allaveganna…

Það er akkúrat það sem ég ætlaði að segja, við fáum engin stig fyrir það. Við verðum að spila heila leiki og þetta er bara ekki nóg. Við verðum að standa okkur í 40 mínútur og skila stigum í kassann.

Akkúrat. Þið eruð ekkert í þessu bara til að vera með.

Nei, alls ekki!

Fréttir
- Auglýsing -