spot_img
HomeFréttirFalur Harðarson: Brennt barn forðast eldinn

Falur Harðarson: Brennt barn forðast eldinn

15:07

{mosimage}

Falur og Guðjón fagna titlinum 2004 

Keflvíkingurinn Falur Harðarson ætti að vita um hvað málið snýst í Toyotahöllinni í kvöld þegar Snæfell heimsækir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar karla. Falur lék um árabil með Keflavík og hann stýrði Keflavíkurliðinu ásamt Guðjóni Skúlasyni veturinn 2003-04 þegar Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta skipti í úrslitum deildarinnar.

Karfan.is náði á Fal og spurði hann nokkurra spurninga.

Er einvígið búið?
Já, ég tel að Keflvíkingar séu komnir með yfirhöndina í þessari seríu eftirgríðarlega mikilvægan sigur í Hólminum sl. mánudag.

Er hætta á að Keflvíkingar mæti værukærir?
Ég hef ekki trú á því, í Keflavíkurliðinu eru margir leikmenn með mikla reynslu í úrslitakeppni og þeir vita alveg út á hvað þetta gengur.  Ef menn eru ekki nógu einbeittir, þá verður Siggi fljótur að koma þeim á rétt spor.  Við Siggi vorum nefnilega leikmenn í einu Keflavíkurliði sem byrjaði að fagna of snemma í seríu sem tapaðist á endanum, það væri því hægt að segja að brennt barn forðast eldinn!

Sérð þú eitthvað líkt með þessu einvígi og einvígunum tveimur 2004 og 2005.  
Já, ég vona svo sannarlega að þessi sería verði eins og 2004 og 2005, því Keflavík vann báðar!  Að öllu gamni slepptu, þá eru margir af sömu leikmönnum í liðunum en það er gaman að sjá hve miklu betri margir af leikmönnunum eru í dag, en þó ekki allir því miður

ÁFRAM KEFLAVÍK

[email protected]

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -