spot_img
HomeFréttirFáliðaðar Stúdínur steinlágu gegn Haukum

Fáliðaðar Stúdínur steinlágu gegn Haukum

16:05 

{mosimage}

Snemma var ljóst í hvað stefndi í leik Hauka og ÍS sem var annar leikurinn á dagskrá í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna í Röstinni í Grindavík í gær. Stúdínur mættu aðeins 7 til leiks og nokkuð öruggt að það myndi ekki vera vænlegt til árangurs gegn vel skipulögðu og fullmönnuðu liði Hauka.

 Haukar pressuðu stíft á ÍS og var staðan 33-15 að loknum fyrsta leikhluta. Íslandsmeistararnir bættu við í öðrum leikhluta og héldu liðin til hálfleiks í stöðunni 52-29 og sigur Hauka vís. 

Seint í þriðja leikhluta náðu Haukar að auka muninn í 40 stig og var staðan orðin 81-41 fyrir loka leikhlutann. Lokatölur leiksins voru 103-52 Haukum í vil og var sigurinn aldrei í hættu.  

Ifeoma Okonkwo gerði 23 stig og tók 11 fráköst hjá Haukum. Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir gerðu báðar 21 stig í leiknum en Helena var einnig með 11 stoðsendingar. Hjá ÍS var Helga Jónasdóttir atkvæðamest með 19 stig og 13 fráköst. 

Tölfræði leiksins

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -