spot_img
HomeFréttir"Fagur er Vogurinn og fer ég hvergi"

“Fagur er Vogurinn og fer ég hvergi”

13:25
{mosimage}

(Þorsteinn í leik með Blikum gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð)

Þorsteinn Gunnlaugsson, leikmaðurinn sterki, hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til tveggja ára og verður í eldlínunni með Blikum í Iceland Expressdeildinni næsta vetur. Frá þessu er greint á www.breidablik.is

Þorsteinn er þriðji leikmaðurinn sem gengur frá sínum málum við félagið og er leikmannahópurinn óðum að taka á sig mynd hjá Hrafni Kristjánssyni þjálfara. Ágúst Angantýsson gekk í raðir Blika á dögunum og Daníel Guðmundsson framlengdi aukinheldur til tveggja ára.

Heimasíða Blika falaðist eftir viðbrögðum Steina eftir prentsvertugjörninginn í gærkvöldi:  "Fagur er Vogurinn sem aldrei fyrr, bleikir akrar og nýtt parket; þangað mun ég ríða og fara hvergi."

www.breidablik.is

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -