spot_img
HomeFréttirFagmenn Vol. 2

Fagmenn Vol. 2

Gunnlaugur Briem er líkast til komin með ævilangan miða í Ljónagryfjuna eftir að hafa stjórnað aðgerðum og átt stóran þátt í því að Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson sé á batavegi eftir að hafa hnigið niður í leik UMFN-b og Hauka-b í gærkvöldi.

 

Um miðbik fyrsta leikhluta bað Friðrik um skiptingu og var komin á bekkinn þegar hann allt í einu stóð upp og hneig svo strax niður.  Gunnlaugur sem var leikmaður Hauka og lærður sjúkraþjálfari var snöggur til að áttaði sig fljótlega á alvarleika málsins.  Hjartastuðtæki var sótt og Friðrik "stuðaður" í gang.   

Friðrik liggur nú á landsspítalanum í rannsóknum og hljóðið í honum var nokkuð gott samkvæmt heimildum.  Sem fyrr segir liggur ekki alveg ljóst fyrir hvað kom fyrir en Friðrik hefur áður átt í erfiðleikum með svokallað hjartaflökt. 

Gunnlaugur var færður blómvöndur í þakklætisskyni fyrir leik UMFN og KR nú rétt í þessu. 

Tengt efni: Fagmenn

Fréttir
- Auglýsing -