spot_img
HomeFréttir"Fá Spandex búninga bara"

“Fá Spandex búninga bara”

Einhverjir hafa tekið eftir því að sumir leikmenn kvennaliða Dominosdeildarinnar eiga það til að bretta uppá hlýra búninga sinna. Umræða hefur skapast um þetta "skrítna" mál og fórum beint í tvo leikmenn sem við höfum tekið eftir að gera þetta reglulega eða hafa gert í gegnum tíðina.  Þær Margrét Kara Sturludóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir hafa verið í boltanum í nánast 100 ár eða svo.  Iðulega hafa þær sést bretta uppá búninga sína líkt og umræðan hefur verið um. 

 

"Langoftast er þetta karlasnið á búningunum og þær nær búningurinn yfir öxlina á manni sem er óþægilegt og því bretti ég svona uppá þetta" sagði Margrét Kara Sturludóttir um málið. 

 

"Þetta var ekki svona í gamla daga.  Búningarnir voru með þynnri hlýrum en þessir nýju t.d. frá Errea eru með hlýrum yfir axlirnar og mér persónulega finnst það yfirþyrmandi. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað karlasnið en við erum allar í topp innan undir og erum þá með hlýra undir búningunum. Sumar vilja hafa þetta á sama stað. Mér finnst bara þægilegra þegar öxlin er stikkfrí" sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. 

 

Margrét Kara bætti svo við í gríni. "Mögulega ættum við bara að vera í svona spandex galla eins og landslið Ástralíu notaði einu sinni."

 

Við höfðum samband við einn af formönnum deildarinnar sem kannaðist ekki við þetta "vandamál" en sagði að búningar t.d. frá Henson væru merktir "Men" og svo "Ladies" þannig að sniðið ætti þá líkast til ekki að vera það sama. 

Fréttir
- Auglýsing -