spot_img
HomeFréttirFá bikarinn afhentan aftur á fimmtudag

Fá bikarinn afhentan aftur á fimmtudag

Valur tryggði sér deildarmeistaratitil Subway deildar karla á fimmtudag fyrir helgina með sigur gegn Breiðablik í N1 höllinni, 106-94. Það var reyndar ekki fyrr en eftir leikinn, seinna um kvöldið, sem ljóst var að Valur hefði unnið titilinn þar sem Njarðvík mistókst að halda í við liðið er þeir töpuðu fyrir Keflavík.

Valur er því deildarmeistari deildarinnar annað árið í röð og fá þeir deildarmeistarabikarinn afhentan eftir leik sinn gegn Njarðvík í síðustu umferð deildarinnar komandi fimmtudag 4. apríl.

Úrslitakeppni Subway deildarinnar rúllar svo af stað miðvikudaginn 10. apríl, en ekki er ljóst hvaða liði Valur mun mæta í fyrstu umferð. Þar eru þrjú lið sem koma til greina, Stjarnan, Tindastóll eða Höttur.

Fréttir
- Auglýsing -