Bandaríski bakvörðurinn Heather Ezell fór hamförum gegn Val í Iceland Express deild kvenna í gær. Ezell landaði glæsilegri fernu er hún setti 25 stig, tók 15 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 10 boltum. Danski landsliðsmaðurinn Kiki Lund lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í gær og skilaði 15 stigum.
Berglind Karen Ingvarsdóttir var atkvæðamest í liði Vals í gær með 20 stig. Tomasz Kolodziejski leit við í Vodafonehöllinni í gær en myndasafn frá leiknum má nálgast hér.



