spot_img
HomeFréttirEzell besti leikmaður síðari hlutans

Ezell besti leikmaður síðari hlutans

 
Í dag var úrvalslið síðari hlutans í Iceland Express deild kvenna kynnt til sögunnar og þar var Haukaleikmaðurinn Heather Ezell valin besti leikmaður síðari helmings deildarkeppninnar. Það skyldi engan undra að Ezell hlyti þessa útnefningu enda hefur hún farið á kostum alla leiktíðina og jafnan reynst andstæðingum sínum þungur ljár í þúfu. Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari Hamars var valinn besti þjálfarinn og Julia Demirer miðherji Hamars valin dugnaðarforkur síðari hlutans.
Úrvalsliðið var þannig skipað:
 
Heather Ezell – Haukar – Besti leikmaðurinn
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – KR
Helga Hallgrímsdóttir – Grindavík
Signý Hermannsdóttir – KR
 
Besti þjálfarinn: Ágúst Björgvinsson – Hamar
Dugnaðarforkurinn: Julia Demirer – Hamar
 
Í síðari hluta deildarkeppninnar sem taldi 9 umferðir var Ezell með 27,8 stig að meðaltali í leik, 11,3 fráköst, 7,1 stoðsendingu og 37,1 framlagsstig í leik.
 
Tölurnar hjá leikmönnum úrvalsliðanna í seinni hlutanum:
 
Heather Ezell – Haukar
27,8 stig
11,3 fráköst
7,1 stoðsendinga
37,1 framlag
 
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
17,0 stig
7,6 fráköst
3,7 stoðsendingar
19,2 framlag
 
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – KR
9,9 stig
7,2 fráköst
1,8 stoðsendingar
13,0 framlag
 
Helga Hallgrímsdóttir – Grindavík
7,7 stig
12,0 fráköst
2,1 stoðsendingar
12,7 framlag
 
Signý Hermannsdóttir – KR
14,7 stig
11,4 fráköst
2,2 stoðsendingar
24,6 framlag
 
Ljósmynd/ Úrvalslið síðari umferðarinnar í Iceland Express deild kvenna. Með verðlaunahöfunum á myndinni eru lengst til vinstri Sigríður Helga Stefánsdóttir frá Iceland Express og lengst til hægri Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ.
 
Fréttir
- Auglýsing -