spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaEyþór Lár aftur í Hólminn

Eyþór Lár aftur í Hólminn

Snæfell hefur samið við Tindastól um að fá Eyþór Lár Bárðarson á venslasamning fyrir yfirstandandi átök í annarri deild karla.

Eyþór er 19 ára bakvörður sem að upplagi er úr Hólminum, en ásamt Tindastól hefur hann á síðustu árum einnig leikið fyrir meistaraflokk Hamars.

Gert er ráð fyrir að Eyþór Lár leiki sinn fyrsta leik fyrir Snæfell er liðið mætir KV í Vesturbænum komandi sunnudag 22. janúar.

Fréttir
- Auglýsing -