Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Hattar, Eystein Bjarna Ævarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Höttur tekur á mótir KR kl.19:15 í kvöld á Egilsstöðum og er leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð2Sport.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Eysteinn:
Warriors – Imagine Dragons
Byrja á að koma mér í gírinn með þessu lagi.
Change locations – Drake &Future
Að mínu mati besta lagið þeirra af plötuni þó svo að flest þeirra séu rosaleg og ég hlusta mikið á plötuna þeirra fyrir leiki og helst þetta lag.
Lit like bic – Rae Sremmurd
Þetta lag er eitt af fáum sem ég get haft á repeat og þetta kemur mér alltaf í rétta skapið.
Check – Meek Mill
Beast-southpaw remix-Rob bailey & The hustle standard
Þessi tvö koma sterk inn þessa dagana.
B.L.O.W – Tory Lanez
Uppáhalds lagið mitt um þessar stundirnar.
Riot – Three days grace
Seinasta lagið sem ég hlusta á áður en ég fer uppí hús og reyni að peppa mig rækilega.
Hello-Adele
Þetta lag er nýkomið inn á listan, Adele er alveg með þetta.
Sweet serenade – Pusha T
Ambition – Wale
Þegar líður á reyni ég að slaka aðeins á með þessum tveim lögum sem slaka aðeins á taugunum á meðan ég teygi á. Þau hafa verið mikið spiluð í gegnum tíðina.