spot_img
HomeFréttirEygló Kristín til Keflavíkur

Eygló Kristín til Keflavíkur

Keflavík hefur samið við Eygló Kristínu Óskarsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna. Eygló er 20 ára miðherji sem síðast lék með KR í Dominos deildinni. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum íSLANDS.

Tilkynning:

Hin 20 ára gamla Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík en hún kemur frá KR þar sem hún hefur spilað síðustu tvö tímabil. Eygló er 194 cm á hæð og kemur til með að styrkja okkar lið í baráttunni undir körfunni. Hún á að baki 13 leiki með U-18 ára landsliði Íslands og 17 leiki með U-16.Keflavík bindur miklar vonir við Eygló Kristínu og býður hana hjartanlega velkomna í Sunny Kef.

Mynd / Keflavík FB

Fréttir
- Auglýsing -