spot_img
HomeLandsliðinEvrópumót kvenna U-18: Ísland í 15. sæti eftir eins stigs sigur á...

Evrópumót kvenna U-18: Ísland í 15. sæti eftir eins stigs sigur á Eistum

Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 18 ára og yngri lauk leik í B-deild Evrópumótsins í Skopje höfuðborg Norður-Makedóníu dag þegar liðið lék um 15. sæti mótsins við Eista.

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með 13 stigum eftir annan fjórðung, 44-31. Eistneska liðið náði hins vegar að klóra sér leið inn í leikinn í seinni hálfleik og komst yfir 74-75 þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Íslenska liðið svaraði með sniðskoti frá Ástu Júlíu Grímsdóttur, en með 24 sekúndur eftir af leiknum fékk Eistland tækifæri til að stela sigrinum. Tvö þriggja stiga skot eistneska liðsins geiguðu hins vegar, og Ísland fagnaði því naumum eins stigs sigri, í leik þar sem liðið var aldrei meira en einu stigi undir.

Ásta Júlía Grímsdóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 22 stig, 13 fráköst og 4 varin skot, en tölfræði leiksins má finna hér.

Það er því ljóst að Ísland endar í 15. sæti mótsins, en 16. sætið er hlutskipti Eista.

Fréttir
- Auglýsing -