spot_img
HomeFréttirEvrópa: Haukur lét rigna!

Evrópa: Haukur lét rigna!

Haukur Helgi Pálsson lét rigna í Frakklandi síðasta laugardag og Martin Hermannsson var valinn leikmaður vikunnar í Pro B deildinni í Frakklandi. Okkar menn voru að gera það gott, sigrar í Svíþjóð, á Spáni og í Frakklandi.

LEB Gold deildin á Spáni
2. desember 

Burgos 79-60 Ourense Termal
Ægir Þór Steinarsson kom af bekknum og gerði 3 stig í leiknum á 24 mínútum. Hann var einnig iðinn við að skapa fjör fyrir félaga sína með 9 stoðsendingar og bætti við 2 fráköstum. Eftir sigurinn síðasta föstudag er Burgos í 6. sæti LEB Gold deildarinnar. 

2. desember

Caceres 83-78 Barcelona II
Ragnar Nathanelsson kom af bekknum í góðum sigri Caceres og skilaði 6 mínútum í leiknum. Hann skoraði ekki en var með 3 fráköst. Ragnar er að leika að jafnaði um 7 mínútur í leik hjá Caceres og á þeim tíma er hann að skora 2 stig og taka 1,8 fráköst.

Sænska úrvalsdeildin
2. desember 

Norrköping 81-70 Boras
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í tapliði Boras með 14 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Eftir leikinn er Boras í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 6 sigra og 5 tapleiki.

Franska Pro B deildin

2. desember

Cherleville 94-80 Clermont
Martin fór mikinn, lék allar 40 mínútur leiksins og skilaði af sér 26 stigum. Hann var einnig með 7 fráköst og 9 stoðsendingar og var valinn leikmaður vikunnar fyrir sína frammistöðu. Charleville er í 2. sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 tapleiki en á toppnum er Provence Basket sem unnið hefur alla átta leiki sína til þessa.

3. desember

Bourg 70-80 Rouen
Haukur Helgi Pálsson fór mikinn fyrir Rouen með 20 stig en kallinn var sjóðheitur fyrir utan með 6 af 7 í þristum! Þá var Haukur einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar en þetta var aðeins annar sigur Rouen í deildinni sem vermir botninn eins og sakir standa ásamt Boulogne og Blois sem einnig hafa unnið 2 af 8 leikjum í deildinni.

3. desember

AE Larissas 99-76 Pagrati
Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom af bekknum og lék í 6 mínútur með AE Larissas. Hann skilaði af sér 3 stigum og 1 frákasti á þessum tíma en AE Larissas er í 6. sæti grísku A2 deildarinnar með 5 sigra og 4 tapleiki.

Mynd/ Ann Dee-Lamour (Facebook-síða Rouen) – Haukur var með 6 af 7 í þristum um helgina! 

Fréttir
- Auglýsing -