spot_img
HomeFréttirEverage til Breiðabliks

Everage til Breiðabliks

Everage Richardson og Breiðablik hafa samið um að hann leiki með liðinu á komandi keppnistímabili samkvæmt heimildum Körfunnar. Everage kemur til liðsins frá ÍR, en þar skilaði hann 18 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili, en hann var 11. framlagshæsti leikmaður deildarinnar.

Everage, sem er 35 ára og með íslenskt ríkisfang, er mikill skorari og var t.a.m. stigahæsti leikmaður 1. deildarinnar í tvö ár á meðan að hann spilaði með Hamri í Hveragerði 2018-20.

Fréttir
- Auglýsing -