Eva Wium og Madison Anne Sutton hafa samið um að leika með Stjörnunni á komandi tímabili. Báðar léku þær með Þór Akureyri á síðustu leiktíð en félagið tilkynnti í dag að það hefði dregið sig úr keppni í efstu deild og tæki slaginn í 1. deildinni á næsta tímabili.
Eva, sem er 21 árs bakvörður og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Þór, var með 13,9 stig og 4,1 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Madison er að hefja sitt fimmta tímabil hér á landi en auk Þórs lék hún tímabilið 2021-2022 með Tindastól. Hún var með 15,2 stig, 6,7 stoðsendingar og leiddi deildina með 16,5 fráköstum að meðaltali í leik.



