spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Eva Margrét var nokkuð brött fyrir leik dagsins gegn Rúmeníu "Ætlum að...

Eva Margrét var nokkuð brött fyrir leik dagsins gegn Rúmeníu “Ætlum að vinna”

Íslenska landsliðið mætir Rúmeníu kl. 16:30 í Laugardalshöllinni í dag í öðrum leik nóvemberglugga síns í undankeppni EuroBasket 2023. Um er að ræða seinni leik Íslands gegn Rúmeníu í riðlakeppni mótsins, en fyrri leiknum tapaði Ísland ytra í spennuleik. Fyrir leik kvöldsins hefur Ísland tapað fyrstu þremur leikjum undankeppninnar á meðan að Rúmenía hefur unnið einn og tapað tveimur.

Hérna er heimasíða mótsins

Umgjörðin í kringum leik dagsins er ekki af verri endanum, en í kl. 15:00 hefst körfuboltahátíð í Laugardalshöllinni, þar sem í boði verða körfuboltaþrautir, lukkuhjól, andlitsmálun, plötusnúður og eitthvað fleira til þess að hita upp fyrir leikinn.

Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í gær og ræddi við leikmann liðsins Evu Margréti Kristjánsdóttur um erfiðan leik úti á Spáni, ferðalagið heim frá Huelva og möguleika Íslands gegn Rúmeníu í dag.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -