spot_img
HomeFréttirEva Margrét til Ástralíu

Eva Margrét til Ástralíu

Ástralska félagið Keilor Thunder tilkynnti á dögunum að Eva Margrét Kristjánsdóttir leikmaður Hauka væri á leið til félagsins, en Thunder leika í suðurhluta NBL1 deildarinnar, sem er fyrsta deildin í Ástralíu.

Tímabli NBL1 deildarinnar fer ekki af stað fyrr en 2. apríl, en þá munu Thunder leika sinn fyrsta leik gegn Knox Raiders.

Eva Margrét hefur verið einn besti leikmaður Subway deildar kvenna það sem af er tímabili með 14 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik, en hún hefur ekkert leikið með liðinu síðan fyrir síðasta landsliðsglugga sökum meiðsla.

Eva Margrét er annar íslenski leikmaðurinn sem fer til Ástralíu á síðustu árum, en síðasta sumar lék liðsfélagi hennar úr landsliðinu Isabella Ósk Sigurðardóttir með Adelaide í sömu deild.

Fréttir
- Auglýsing -