Meistaradeild Evrópu, Turkish Airlines EuroLeague hefst í kvöld þegar Real Madrid fær Olympiacos í heimsókn til Spánar. Þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik keppninnar árið 2015 hvar Madrídingar fögnuðu sigri 78-59. Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið eru feykilega sterk og vel mönnuð. Í liði Real Madrid má helst nefna stjörnur á borð við Sergi Llull, Rudy Fernandez og Felipe Reyes. Hjá Grikkjunum ber að nefna leikmenn eins og Vasilis Spanoulis, Daniel Hackett og Kostas Papanikolaou svo einhverjir séu kynntir til sögunnar.
Fyrirkomulag Euroleague er á þá leið þetta árið að 16 lið leika í 1 deild. Leikin er tvöföld umferð, alls 30 leikir á lið frá október fram í byrjun apríl. Þá tekur við úrslitakeppni 8 efstu liðanna þar sem vinna þarf 3 leiki til að komast í "Final four" Þetta er nýtt keppnis fyrirkomulag sem samþykkt var s.l vor og er nú reynt í fyrsta sinn.
Liðin sem leika í Turkish Airlines EuroLeague í vetur eru:
Anadolu Efes – Tyrklandi
Baskonia – Spáni
Brose Bamberg – Þýskalandi
Crvena Zvezda mts – Serbía
CSKA Moscow – Rússlandi
Darussafaga Dogus – Tyrklandi
EA7 Emporio Armani Milan – Ítalíu
FC Barcelona Lassa – Spáni
Fenerbache – Tyrklandi
Galatasaray Odebank – Tyrklandi
Maccabi Fox Tel Aviv – Ísrael
Olympiacos – Grikklandi
Panathinaikos Superfoods – Grikklandi
Real Madrid – Spáni
UNICS Kazan – Rússlandi
Zalgiris – Litháen
Í fyrstu umferð mætast:
Real Madrid – Olympiacos
Crvena Zvezda – Darussafaga Dogus
Emporio Armani Milan – Maccabi Tel Aviv
Galatasaray – CSKA Moscow
Fenerbache – Brose Bamberg
Baskonia – Anadolu
Panathinaikos – Zalgiris
UNICS Kazan – Barcelona
Upphitunarþáttur fyrir Euroleague má sjá hér að neðan:
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á síðunni okkar. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun vafraköku.
Þessi vefsíða notar vafrakökur
Vefsíður geyma vafrakökur til að auka virkni og sérsníða upplifun þína. Þú getur stjórnað stillingum þínum, en að loka fyrir sumar vafrakökur getur haft áhrif á afköst og þjónustu síðunnar.
Essential cookies enable basic functions and are necessary for the proper function of the website.
Name
Description
Duration
Cookie Preferences
This cookie is used to store the user's cookie consent preferences.
30 days
Statistics cookies collect information anonymously. This information helps us understand how visitors use our website.
Marketing cookies are used to follow visitors to websites. The intention is to show ads that are relevant and engaging to the individual user.