spot_img
HomeFréttirEuroleague: Unicaja lá í Rússlandi

Euroleague: Unicaja lá í Rússlandi

 
Þrír leikir fóru fram í undanriðlunum í Euroleague í gærkvöldi þar sem Partizan, Real Madrid og CSKA Moskva nældu sér í sigra. Fyrstu umferðinni í undanriðlunum lýkur svo í kvöld þar sem fimm leikir eru á dagskránni.
Ramunas Siskauskas fór mikinn í liði CSKA Moskvu í gær í 86-78 sigri gegn spænska liðinu Unicaja. Siskauskas var með 23 stig í leiknum, tók 4 fráköst og var með 3 stoðsendingar.
 
Úrslit gærkvöldsins:
 
CSKA Moskva 86-78 Unicaja
Real Madrid 77-70 Efes Pilsen
Panathinaikos 59-64 Partizan
 
Leikir kvöldsins:
Regal Barcelona-Maroussi BC
Montepaschi Siena-Maccabi Electra
Asseco Prokom-Zalgiris
BC Khimki-Cibona Zagreb
Caja Laboral-Olympiacos
 
Fréttir
- Auglýsing -