spot_img
HomeFréttirEuroleague: Þrjú lið geta tryggt sér inní 16 liða úrslit annað kvöld

Euroleague: Þrjú lið geta tryggt sér inní 16 liða úrslit annað kvöld

Fjórða umferð af 6 hefst annað kvöld með fjórum leikjum og þrjú lið geta tryggt þáttökurétt sinn í 16 liða úrslitum með sigri.  Montepaschi Siena mætir Unicaja, Anadolu Efes mætir Olympiacos, Gescrap mætir Real Madrid og Emporio Armani mætir Unics.
Montepaschi Siena og Unics hafa bæði unnið alla þrjá leikina hingað til og geta þess vegna með sigri annað kvöld tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.  Real Madrid getur einnig tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum með sigri á Gescrap með innbyrgðis viðureignum en efstu tvö liðin úr hverjum riðli fara áfram.  
Fjórða umferð klárast svo á fimmtudagskvöldið þegar Zalgiris Kaunas tekur á móti Barcelona, GS Medical Park tekur á móti ósigruðu liði CSKA Moscow, Maccabi Electra taka á móti Bennet Cantu og Panathinaikos fá Fenerbahce Ulker í heimsókn.  

Leikirnir eru allir á mismunandi tíma og byrja frá 19:30 til 20:45 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á www.euroleague.tv gegn 12 evru gjaldi.  

 

Meiri upplýsingar um euroleague má finna hér 

Fréttir
- Auglýsing -