spot_img
HomeFréttirEuroleague: Nenad Kristic með stórleik fyrir CSKA

Euroleague: Nenad Kristic með stórleik fyrir CSKA

 Fjórir leikir fóru fram í Euroleague í gærkvöldi.  Þar með er önnu umferð í riðlakeppninni hafin.  Þrjú lið eru ennþá ósigruð en það eru CSKA Moscow, Panathinaikos og Caja Laboral.
 Leikir gærkvöldsins voru:

CSKA Moscow 94-74 Brose Baskets

CSKA sigraði annan leikinn sinn nokkuð örugglega og njóta augljóslega mjög góðs af verkbanni NBa með Nenad Kristic og Andrei Kirilenko í broddi fylkingar.  Stigahæstur í liði CSKA var Nenad Kristic með 19 stig en hann klikkaði ekki úr skoti í leiknum.  Næstir voru Andrey Vorontsevich með 13 stig og Andrei Kirilenko með 12 stig og 6 stoðsendingar.

Hjá Brose Baskets var Tibor Pleiss stigahæstur með 17 stig en næstir voru Julius Jenkins með 15 stig og Anthony Tucker með 10 stig.  

Tölfræði leiksins má finna hér

KK Zagreb 62-81 Panathinaikos

Panathinaikos tóku Zagreb nokkuð léttilega en allir leikmenn liðsins spiluðu meira en 10 mínútur í leiknum og enginn meira en 25 mínútur.  Þrátt fyrir það vann liðið öruggan 19 stiga sigur en sá munur og meira til var komið strax í hálfleik.

Stigahæstur í liði Panathinaikos var Romain Sato með 13 stig en næstir voru Nick Calathes og Steven Smith með 12 stig hvor.  MVP Euroleagueí fyrra,Dimitris Diamantidis,  fór hægt um sig og skoraði aðeins 2 stig,

Stigahæstur í lIði Zagreb var Sean May með 23 stig og 9 fráköst en næstir voru Damir Mulaomerovic með 15 stig og Damir Rancic með 6 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

Anadolu Efes 79-80 Belgacom Spirou

Belgacom Spirou rétti úr kútnum með sigri gegn Efes og bæði lið því með einn sigur og eitt tap eftir tvær umferðir.  Belgacom mátti hafa sig allan við að standa af sér áhlaup heimamanna á lokasekúndunum en stóru skotin geiguðu hjá Efes og því fór sem fór.

Stigahæstur í liði Belgacom var Caleb Green með 18 stig en næstir voru Demond Mallet með 14 stig og Christophe Beghin með 13 stig.

Hjá Anadolu Efes var NBA leikmaðurinn Ersan Ilyasova stigahæstur með 21 stig og 6 fráköst en næstir voru Tarence Kinsey með 14 stig og annar NBA leikmaður, Sasha Vujacic með 12 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

Caja Laboral 81-69 Bennet Cantu

Caja Laboral hélt sigurgöngu sinni áfram með þægilegum sigri á ítalska liðinu Bennet Cantu.  

Stigahæstur í liði Caja var Mirza Teletovic með 22 stig en næstir voru Milko Bjelica með 17 stig og Thomas Heurtel með 11 stig.  Hjá Bennet Cantu var Vladimir Micov með 14 stig en næstir voru Marko Scekic með 13 og Giorgi Shermadini með 11 stig.

Tölfræði leiksins má finna hér

 Staðan í riðlunum

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -