Í dag kl. 17.00 að íslenskum tíma leika Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angel Kosice gegn hinu rússneska ofurliði UMMC Ekaterinburg í Euroleague í Slóvakíu. Liðin mættust fyrir skömmu í Rússlandi þar sem heimastúlkur sigruðu 61-55. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í keppninni og því ljóst að Helena og félagar þurfa að sigra í dag til að tryggja sér aukaleik.
Á vef fibaeurope.com er viðtal við Helenu fyrir leikinn í dag. Meðal leikmanna mótherja Helenu eru Sandrina Gruda og Maria Stepanova, sem báðar hafa verið valdar „Bestu leikmenn Evrópu“ af FIBA Europe.
www.kki.is



