spot_img
HomeFréttirEuroleague fór af stað með látum

Euroleague fór af stað með látum

 

 

Fyrstu umferðinni í EuroLeague lauk í kvöld með 4 leikjum.  Óhætt er að segja að deildin hafi farið af stað með látum og boðið uppá allt sem hægt er að biðja um þegar körfuknattleikur er annars vegar.  Spenna, tilþrif og dramatík rétt eins og á góðu þingi framsóknarmanna.  

 

Það voru lið Real Madrid og Olympiacos er riðu á hið margfræga vað á miðvikudagskvöldið.  Madrídingar leiddu megnið af leiknum, 42-40 í hálfleik, að undanskildum nokkrum andartökum í 3.leikhluta er gestirnir komust yfir.  Þá tóku heimamenn til sinna ráðu og náðu 13-2 áhlaupi.  Þeir litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það og lönduðu að lokum sigri 83-65.  Stigahæstur í liði Real Madrid var Sergio Llull með 22 stig (4/5 í þristum).  Hjá Olympiacos gerði Matt Lojeski 14 stig.

 

Í Milanó voru Maccabi frá Tel Aviv í heimsókn.  Ítalirnir leiddu 93-83 þegar minna en tvær mínútur voru eftir.  Maccabi menn minnkuðu muninn í 98-97 þegar 8 sekúntur lifðu leiks.  Milan setti niður 1 víti 99-97.  Gestirnir náðu að koma langri sendingu fram völlinn og fá fínt sniðskot en Jamel McLean varði skotið.  Lokatölur 99-97. Ricky Hickman skoraði 22 stig fyrir Milan (12/15 í vítum) og Milan Macvan 18.  Hjá Maccabi var Andrew Goudlock með 27 stig og Devin Smith 18

 

Önnur úrslit:

Galatasaray – CSKA Moscow 84-109

Crvena Zvezda – Darussafaka 70-73

UNICS Kazan – Barcelona 63-69

Fenerbache – Brose Bamberg 67-66

Panathinaikos – Zalgiris Kaunas 84-76

Baskonia – Anadolu Istanbul 85-84

 

Næsta umferð verður leikin n.k fimmtudag og föstudag
 

 

/ Ragnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -