spot_img
HomeFréttirEuroleague: Fæst stig í vetur

Euroleague: Fæst stig í vetur

01:00

{mosimage}

Aris TT Bank skoraði aðeins 43 stig á fimmtudagskvöld þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Benetton Treviso, 64-43. Þetta er lægsta stigaskor í Euroleague í vetur og það þriðja lægsta frá upphafi.

Slóvenska liðið Krka Novo Mesto á þann vafasama heiður að hafa skorað fæst stig í Euroleague en það gerðist fyrir þremur árum þegar þeir skoruðu aðeins 35 stig gegn núverandi Evrópumeisturum CSKA Moskva. Næst lægsta skorið á London Towers en þeir skoruðu 40 stig fyrir 5 árum þegar Union Olimpija lagði þá að velli.

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -