spot_img
HomeFréttirEuroleague: Efes setti stigamet í Euroleague

Euroleague: Efes setti stigamet í Euroleague

15:06

{mosimage}
(Drew Nicholas fór á kostum í liði Efes í gærkvöldi)

Efes Pilsen setti stigamet í Euroleague í gærkvöldi þegar þeir unnu Olympiacos, 95-77. Efes skoraði 39 stig í 4. leikhluta sem er nýtt met fyrir stig í einum leikhluta, en hið eldra, 38 stig,  átti Maccabi Tel Aviv.

Efes fór á kostum í lokaleikhlutanun, þeir unnu upp 16 stiga mun gegn liði sem hafði ekki tapað leik í Euroleague. Þeir skoruðu 11 þrista í leikhlutanum og þar af 8 í röð. Bestur í liði Efes Pilsen var Drew Nicholas en hann skoraði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Úrslit:

A-riðill
Efes Pilsen – Olympiacos 95-77
Drew Nicholas 20 – Andrija Zizic 20

Dynamo Moskva – Le Mans 74-57
Antonis Fotsis 20 – Kenny Gregory 12

Tau Ceramica – Climamio Bologna 90-80
Luis Scola 26 – David Bluthenthal 24

B-riðill
Lottomatica Roma – DVK Joventut 71-69
Alex Righetti 16 – Paco Vazquez 19

Union Olimpija – Partizan 70-71
Teemu Rannikko 26 – Vonteego Cummings 18

mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -