spot_img
HomeFréttirEuroleague: Bologna skiptir um þjálfara

Euroleague: Bologna skiptir um þjálfara

15:40

{mosimage}
(Ergin Ataman, nýr þjálfari Bologna)

Slakt gengi Bologna í Euroleague og ítölsku deildinni hefur orsakað að félagið hefur sagt upp þjálfara liðsins, Fabrizio Frates, og ráðið Tyrkjann Ergin Ataman í staðinn. Gengi Bologna hefur verið undir væntingum í vetur en liðið hefur ekki unnið leik í Euroleague í vetur, eitt allra liða.

Í ítölsku deildinni hafa þeir unni 3 af 7 leikjum og er þetta langt frá þeirra markmiðum en liðið spilaði til úrslita í fyrra gegn Benetton Treviso þar sem þeir töpuðu.

Ataman, 40 ára, hefur þjálfað áður á Ítalíu en þá var hann með Montepaschi Siena og leiddi þá til undanúrslita í Euroleague – Final four á sínu fyrsta ári með liðið í deildinni. Hann þjálfaði Ulker Istanbul í fyrra en hætti með liðið þegar þeir höfðu aðeins 1 af 6 leikjum í milliriðlum í Euroleague.

mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -