spot_img
HomeFréttirEurocup hefst í kvöld: Zaragoza leikur heima

Eurocup hefst í kvöld: Zaragoza leikur heima

CAI Zaragoza hefur í kvöld leik í Eurocup sem er næstefsta Evrópukeppni félagsliða á eftir Euroleague (meistaradeildinni). Jón Arnór Stefánsson og félagar öðluðust þátttökurétt í keppninni með því að komast í undanúrslit ACB deildarinnar á síðasta tímabili þar sem þeim var sópað í sumarfrí af þáverandi meistaraefnum Real Madrid.
 
 
Zaragoza tekur á móti Belfius Mons Hainaut frá Belgíu kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma. Zaragoza leikur í D-riðli Eurocup en með þeim í riðli eru Belgarnir frá Hainaut, Alba Berlín, BCM Gravelines Dunkerque, Virtus Róm og Telekom Baskets Bonn.
 
Í Eurocup er að finna bestu lið Evrópu sem ekki komast að í meistaradeildinni (Euroleague) en Eurocup inniheldur þetta árið t.d. lið eins og Cibona Zagreb, Bilbao Basket, Valencia, Hapoel Jerusalem og Maccabi Haifa svo einhver séu nefnd.
  
Fréttir
- Auglýsing -