8:15
{mosimage}
Todor Stoykov
Á mánudagskvöldið hófst tímabilið í Evrópukeppnunum félagsliða með riðlakeppni EuroCup. Enn og aftur eru nöfnin á keppnunum að breytast og núna eru Evrópukeppnirnar 3. Euroleague, EuroCup áður ULEB cup og FIBA EuroChallenge áður FIBA EuroCup.
EuroCup byrjar fjörlega í ár en opnunarleikur keppninnar var leikur Lietusvos Rytas og Asvel Basket þar sem að litháíska liðið Rytas sigarði örugglega 95-74.
Búlgaríski leikmaðurinn Todor Stoykov sem leikur með Lukoil Academic byrjaði leiktíðina með nýju glæsilegu meti. Fyrir leikinn var Todor stigahæsti leikmaður ULEB Cup en hann hafði áður skorað 987 stig í 60 leikjum í keppninni og ekki langt í 1000. stigið. Í leiknum í gær á móti Unics Kazan skoraði Todor 17 stig og það 1000. kom um miðjan fjórða leikhluta eftir að Kenny Adeleke reif niður sóknarfrákast og gaf boltan útá Todor sem setti niður 3ja stiga skotið og skaut sér yfir 1000 stigin. Todor á einnig metin í stoðsendingum 169, vítum hittum 222 og reyndum 301, þriggjastiga hitt 158 og reyndum 458, ekki slakur árangur hjá Todor Stoykov.
Úrslit 1. viku
A riðill
Zadar vs. Maroussi Costa Coffee 87-79
Chorale Roanne vs. ASK Riga 79-75
B riðill
Lukoil Academic vs. Unics Kazan 79-80
Barons/LMT Riga vs. Dynamo Moscow 61-80
C riðill
Khimki Moscow vs. STB Le Havre 79-55
Besiktas Cola Turka vs. Benetton Treviso 72-77
D riðill
Panellinios BC vs. Aris BSA 69-71
Bnei Hasharon vs. Turk Telekom 54-76
E riðill
Lietuvos Rytas vs. Asvel Basket 95-74
Azovmash vs. Kalise Gran Canaria 92-90
F riðill
Brose Baskets vs. PGE Turow 39-69
Spirou Basket vs. BC Red Star 71-65
G riðill
Artland Dragons vs. Fortitudo Bologna 87-78
Pamesa Valencia vs. BC FMP 83-58
H riðill
CEZ Nymburk vs. KK Buducnost 75-70
iurbentia Bilbao vs. KK Hemofarm Stada 78-67
Næsta umferð í Eurocup fer fram 2 desember
BÖS
Mynd: www.ulebcup.com



