spot_img
HomeFréttirEuroBasket kvenna hefst í dag!

EuroBasket kvenna hefst í dag!

Lokakeppni EuroBasket 2017 í kvennaflokki hefst í Tékklandi í dag. Leikmannalistar allra þátttökuliða hafa verið snurfusaðir niður í 12 leikmenn og fjörið lætur ekki á sér standa þar sem alls átta leikir eru á boðstólunum.

Heimakonur frá Tékklandi þykja líklegar en þær hefja mótið með látum í dag gegn Úkraínu sem í riðlakeppninni unnu Serbíu heima og að heiman! Þá er Belgía mætt í lokakeppnina á nýjan leik eftir tíu ára fjarveru en Belgar mæta Svartfjallalandi í dag.

Leikið er í Prag í Tékklandi og í Hradec Kralove. Leikir dagsins eru eftirfarandi:

Hvíta-Rússland – Ítalía
Belgía – Svartfjallaland
Tyrkland – Slóvakía
Lettland – Rússland
Úkraína – Tékkland
Serbía – Grikkland
Ungverjaland – Spánn
Slóvenía – Frakkland

Riðlarir:

A-riðill
Ungverjaland
Úkraína
Tékkland
Spánn

B-riðill
Hvíta-Rússland
Tyrkland
Slóvakía
Ítalía

C-riðill
Serbía
Slóvenía
Frakkland
Grikkland

D-riðill
Lettland
Belgía
Svartfjallaland
Rússland

Mynd/ Heimakonur í Tékklandi eru klárar í slaginn.

Fréttir
- Auglýsing -