spot_img
HomeFréttirEurobasket 2017: Rýr hestur frá síðasta leik gegn Slóveníu

Eurobasket 2017: Rýr hestur frá síðasta leik gegn Slóveníu

Árið 2017 mættum við Íslendingar síðast liði Slóveníu og skemmst frá því að segja þá fóru Slóvenar ansi illa með okkar menn í þeim leik. Kannski lítil skömm að þeim ósigri þar sem að Slóvenar héldu svo áfram og unnu mótið í heild sinni. Reyndar hafa sigurvegarar Eurobasket alltaf komið úr riðli Íslands þegar lið okkar hefur tekið þátt.

Í liði Slóveníu var vel hokinn Goran Dragic sem setti niður 21 stig og gaf 6 stoðsendingar, einnig var ungur drengur að nafni Luca Doncic sem var að hefja skráningu nafn síns í söguna. Luca setti aðeins 13 stig þetta kvöldið og fór hægt um sig. Martin Hermannsson var stigahæstur okkar manna í þessum leik með 18 stig. (Tölfræði leiksins)

Leikurinn var í járnum fyrsta fjórðunginn en þegar líða tók á annan leikhluta og í seinni hálfleik þá áttu okkar piltar engan séns og fór að lokum 102:75.

Fréttir
- Auglýsing -